Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Rannsóknarsjóður HS Orku

5O5A4409

Rannsóknarsjóður HS Orku

Rannsóknarsjóður HS Orku veitir styrki til afmarkaðra rannsóknarverkefna sem hafa skírskotun til starfsemi fyrirtækisins og/eða til sjálfbærniáherslna HS Orku. Markmið sjóðsins er að auka þekkingargrunn fyrirtækisins og stuðla að framförum og nýsköpun í starfseminni. 

Næsta úthlutun fer fram í mars 2025. Opið er fyrir umsóknir frá 15. janúar til 15. febrúar 2025. 

Úthlutunarviðmið

Þau verkefni sem rannsóknarsjóðurinn styður geta verið í tæknifræði, á efri stigum háskólanáms, þ.e. meistara- eða doktorsstigi, samstarfsverkefni við þekkingarstofnanir (s.s. háskóla, háskólasetur, náttúrufræðistofur og aðrar stofnanir) eða aðra aðila; einstaklinga, hópa, smærri fyrirtæki, sjálfseignastofnanir eða félagasamtök. Verkefni geta ýmist verið að frumkvæði HS Orku eða utanaðkomandi aðila.  

Almennt gildir að verkefni á meistarastigi í háskóla sem sjóðurinn veitir styrki fyrir skulu unnin innan tveggja ára frá úthlutun og verkefni á doktorsstigi skulu unnin innan þriggja ára frá úthlutun styrks. Tímarammi annarra verkefna er í samræmi við eðli verkefna og er skilgreindur áður en styrkur er veittur.  

Rannsóknarsjóðurinn skoðar umsóknir frá bæði innlendum og aðilum utan landssteinanna. Verkefnin geta snúið sérstaklega að íslenskum málefnum og aðstæðum, haft tengingu við staðbundna starfsemi HS Orku eða haft þekkingarlegt gildi óháð staðsetningu. Við val á verkefnum er einnig litið til þeirra heimsmarkmiða sem HS Orka hefur valið sér, sjá hér. 

Viðfangsefni sem koma til greina geta t.d. tengst jarðvísindum, verkfræði, tæknifræði, vélfræði, rafiðnum, málmiðnum, endurnýjanlegri orkuframleiðslu, náttúrufræðum og líffræðilegri fjölbreytni, sjálfbærni og umhverfismálum (t.a.m. loftslagsmálum), jafnrétti og samfélagsmálum, kortagerð og kortlagningu. Listinn er ekki tæmandi.  

Styrkumsóknir sem koma almennt ekki til greina:  

  • Sjóðurinn veitir ekki styrki vegna markaðsstarfs  
  • Sjóðurinn veitir almennt ekki styrki fyrir námsgjöldum né rekstrar eða ferðastyrki. Rekstur eða ferðakostnaður getur þó eftir atvikum verið hluti af framkvæmd verkefna sem sjóðurinn styður.  
  • Sjóðurinn veitir ekki styrki fyrir verkefni sem falla betur að úthlutunarviðmiðum Samfélagssjóðs HS Orku, sjá hér. 

Almennar fyrirspurnir berast rafrænt til rannsoknarsjodur[at]hsorka.is.