Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

5O5A3926

Störf hjá HS orku

Hjá HS Orku starfar fjölbreyttur hópur fólks sem hefur metnað, heiðarleika og framsýni að leiðarljósi í allri sinni vinnu.

Hér er að finna upplýsingar um laus störf hjá HS Orku.

  • Erum við að leita að þér?

     

    HS Orka er framsækið og vaxandi fyrirtæki sem byggir á sjálfbærri orkunýtingu og nýsköpun. Við erum þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins og framleiðum rafmagn í Svartsengi, Reykjanesvirkjun, Brúarvirkjun og Fjarðarárvirkjunum. Einnig seljum við heitt og kalt vatn til heimila og fyrirtækja.

     

    Ef þú vilt ganga til liðs við fjölbreyttan og skemmtilegan hóp og býrð yfir ríkri öryggisvitund, þekkingu, reynslu og áhuga þá hvetjum við þig eindregið til að sækja um.

    Sækja um
  • Við leitum að áhugasömum og öflugum verkefnastjóra til að sinna upplýsingagjöf á sviði sjálfbærni og verkefnum sem snúa að samvinnu og samstarfi við samfélagið. Verkefnin eru fjölbreytt og áhersla er lögð á að vinna eftir bestu sjálfbærniviðmiðum á hverjum tíma og í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Þú verður hluti af vaxandi sjálfbærniteymi fyrirtækisins, sem tilheyrir skrifstofu forstjóra, en vinnur með öllum sviðum fyrirtækisins. Skrifstofur HS Orku eru staðsettar í Reykjanesbæ og Kópavogi.

    Helstu verkefni

    • Þróa sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækisins í samræmi við CSRD tilskipun Evrópusambandsins, íslenska löggjöf og aðrar ytri kröfur sem fyrirtækið fylgir.
    • Leiða gagna- og upplýsingaöflun innanhúss og halda utan um helstu sjálfbærnimælikvarða. 
    • Uppbygging og ábyrgð á rekstri sjálfbærnimælaborðs fyrirtækisins.
    • Umsjón með innleiðingu og eftirfylgni með þeim heimsmarkmiðum sem HS Orka hefur að leiðarljósi. 
    • Upplýsingagjöf til eigenda og annarra hagaðila.
    • Umsjón með Samfélagssjóði HS Orku.
    • Verkefnastjóri samstarfsverkefna á sviði sjálfbærni.

    Menntunar- og hæfniskröfur

    • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem í sjálfbærni, verkefnastjórnun eða viðskiptafræðum.
    • Samskiptafærni, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð.
    • Reynsla af skýrslugerð og góð færni í textaskrifum og framsetningu tölulegra upplýsinga. Þekking á sjálfbærniviðmiðum og stöðlum á borð við ESRS og GRI er kostur.
    • Góð íslensku- og enskukunnátta jafnt í rituðu sem töluðu máli.
    • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðað viðhorf.

    HS Orka er framsækið og ört vaxandi orkufyrirtæki sem byggir á sjálfbærri nýtingu auðlinda og nýsköpun með áherslu á fjölnýtingu, meðal annars í Auðlindagarðinum. Við erum í fararbroddi í orkuskiptum hér á landi og höfum sett okkur skýr og ábyrg markmið í loftslagsmálum. Í farvatninu eru stór og spennandi uppbyggingarverkefni á sviði endurnýjanlegrar orku.

    Við erum þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins og framleiðum raforku í Svartsengi, Reykjanesvirkjun, Brúarvirkjun og Fjarðarárvirkjunum. Einnig seljum við heitt og kalt vatn til heimila og fyrirtækja á Suðurnesjum, auk annarra auðlindastrauma til fyrirtækja í Auðlindagarðinum.

    Við erum fjölbreyttur hópur af skemmtilegu fólki sem störfum í sveigjanlegu og fjölskylduvænu vinnuumhverfi þar sem heilbrigði, hollusta og vellíðan eru í öndvegi. Kaffið okkar er líka frábært. Mikil áhersla er lögð á lipurð í samskiptum, liðsheild og framsækni. Þannig náum við best markmiðum okkar um ábyrga auðlindanýtingu í sátt við samfélagið.

    Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir, mannauðsstjóri, petra@hsorka.is.

    Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2025.

    Sækja um
  • Hefur þú áhuga á að starfa í framsæknu og fjölbreytilegu umhverfi og taka þátt í að tryggja örugga orkuöflun fyrir samfélagið? Eru útsjónarsemi, frumkvæði og sjálfstæði meðal styrkleika þinna? Þá erum við mögulega að leita af þér. 

    Starfið felst í viðhaldi á vélbúnaði orkuvera HS Orku, svo sem gufuhverflum, dælum, stjórnlokum, rafskautakötlum, gufugildrum og mælitækjum.

    Helstu verkefni og ábyrgð

    • Reglubundið viðhald. 
    • Úrbætur og endurnýjun búnaðar.  
    • Bilanagreining á búnaði.  
    • Viðhalds

    Menntunar- og hæfniskröfur

    • Vélvirki, vélfræðingur eða sambærileg menntun. 
    • Almenn tölvukunnátta og þekking á viðhaldskerfum kostur. 
    • Viðkomandi þarf að geta haft frumkvæði og starfað sjálfstætt. 
    • Hæfni í samskiptum 

    HS Orka er framsækið og ört vaxandi orkufyrirtæki sem byggir á sjálfbærri nýtingu auðlinda og nýsköpun með áherslu á fjölnýtingu, meðal annars í Auðlindagarðinum. Við erum í fararbroddi í orkuskiptum hér á landi og höfum sett okkur skýr og ábyrg markmið í loftslagsmálum. Í farvatninu eru stór og spennandi uppbyggingarverkefni á sviði endurnýjanlegrar orku.

    Við erum þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins og framleiðum raforku í Svartsengi, Reykjanesvirkjun, Brúarvirkjun og Fjarðarárvirkjunum. Einnig seljum við heitt og kalt vatn til heimila og fyrirtækja á Suðurnesjum, auk annarra auðlindastrauma til fyrirtækja í Auðlindagarðinum.

    Við erum fjölbreyttur hópur af skemmtilegu fólki sem störfum í sveigjanlegu og fjölskylduvænu vinnuumhverfi þar sem heilbrigði, hollusta og vellíðan eru í öndvegi. Kaffið okkar er líka frábært. Mikil áhersla er lögð á lipurð í samskiptum, liðsheild og framsækni. Þannig náum við best markmiðum okkar um ábyrga auðlindanýtingu í sátt við samfélagið.

    Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir, mannauðsstjóri, petra@hsorka.is.

    Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2025.

    Sækja um
5O5A4397

Rannsóknarsjóður HS Orku

Markmið sjóðsins er að efla þekkingu innan fyrirtækisins og stuðla að 
framförum og nýsköpun í starfseminni. Opið verður fyrir umsóknir frá 15.janúar til 15.febrúar. 

HS ORKA1528

Samfélagssjóður
HS Orku

Samfélagssjóður HS Orku hefur það að markmiði að styðja við samfélagslega jákvæð verkefni einstaklinga eða hópa og eru styrkir veittir tvisvar sinnum á ári.