Störf hjá HS orku
Hjá HS Orku starfar fjölbreyttur hópur fólks sem hefur metnað, heiðarleika og framsýni að leiðarljósi í allri sinni vinnu.
Hér er að finna upplýsingar um laus störf hjá HS Orku.
-
Erum við að leita að þér?
HS Orka er framsækið og vaxandi fyrirtæki sem byggir á sjálfbærri orkunýtingu og nýsköpun. Við erum þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins og framleiðum rafmagn í Svartsengi, Reykjanesvirkjun, Brúarvirkjun og Fjarðarárvirkjunum. Einnig seljum við heitt og kalt vatn til heimila og fyrirtækja.
Ef þú vilt ganga til liðs við fjölbreyttan og skemmtilegan hóp og býrð yfir ríkri öryggisvitund, þekkingu, reynslu og áhuga þá hvetjum við þig eindregið til að sækja um.
-
Auðlindastýring HS Orku leitar að öflugum sérfræðingi í jarðvísindum í þá vegferð að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindanna sem fyrirtækinu hefur verið treyst fyrir. Viðkomandi mun starfa í kröftugu teymi sem hefur vakið athygli á heimsvísu fyrir lausnir á tímum eldsumbrota og er skipað sérfræðingum frá ýmsum löndum.
Sérfræðingur í jarðvísindum ber ábyrgð á rannsóknum, sýnatökum og vöktun á auðlindum sem HS Orka er með í vinnslu eða eru til rannsóknar. Jafnframt vinnur hann að undirbúningi og framkvæmd borverka og sinnir yfirborðskortlagningu, jarðhitamælingum og samtúlkun gagna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rannsóknir tengdar auðlindum og jarðhitaleit
- Eftirlit, rannsóknir og svarfgreiningar í borverkum
- Jarðfræði- og jarðhitakortlagning, bergfræðirannsóknir og samtúlkun niðurstaðna
- Uppbygging hugmyndalíkana
- Sýnataka
- Þróun og nýframkvæmdir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jarðeðlisfræði, jarðfræði eða sambærileg menntun. MSc gráða æskileg
- Þekking á orkuiðnaði kostur
- Samskiptahæfni og frumkvæði
- Góð íslensku- og enskukunnátta, jafnt í ræðu sem riti
- Sjálfstæði í starfi
HS Orka er framsækið og ört vaxandi orkufyrirtæki sem byggir á sjálfbærri nýtingu auðlinda og nýsköpun með áherslu á fjölnýtingu, meðal annars í Auðlindagarðinum. Við erum í fararbroddi í orkuskiptum hér á landi og höfum sett okkur skýr og ábyrg markmið í loftslagsmálum. Í farvatninu eru stór og spennandi uppbyggingarverkefni á sviði endurnýjanlegrar orku.
Við erum þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins og framleiðum raforku í Svartsengi, Reykjanesvirkjun, Brúarvirkjun og Fjarðarárvirkjunum. Einnig seljum við heitt og kalt vatn til heimila og fyrirtækja á Suðurnesjum, auk annarra auðlindastrauma til fyrirtækja í Auðlindagarðinum.
Við erum fjölbreyttur hópur af skemmtilegu fólki sem störfum í sveigjanlegu og fjölskylduvænu vinnuumhverfi. Mikil áhersla er lögð á lipurð í samskiptum, liðsheild og framsækni. Þannig náum við best markmiðum okkar um ábyrga auðlindanýtingu.
Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir, mannauðsstjóri, petra@hsorka.is.
Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2025.
Rannsóknarsjóður HS Orku
Markmið sjóðsins er að efla þekkingu innan fyrirtækisins og stuðla að
framförum og nýsköpun í starfseminni. Opið verður fyrir umsóknir frá 15.janúar til 15.febrúar.
Samfélagssjóður
HS Orku
Samfélagssjóður HS Orku hefur það að markmiði að styðja við samfélagslega jákvæð verkefni einstaklinga eða hópa og eru styrkir veittir tvisvar sinnum á ári.