Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Vindmyllur
Reykjanes

Ísland er sannarlega vindasamt land en öfugt við það sem búast má við er saga vindorkunýtingar hérlendis ekki mjög löng. Það skýrist helst af því að fram til þessa hefur aðgangur að öðrum sjálfbærum orkuauðlindum í vatnsorku og jarðvarmaorku verið ríkulegur. 

Hins vegar hafa samlegðaráhrif vind- og vatnsorku lengi verið til skoðunar og eftir því sem vindorka verður samkeppnishæfari við aðra orkuöflunarmöguleika hefur áhugi á vindorku hér á landi aukist hratt. Vindorka gæti leikið stórt hlutverk í því að Íslendingar nái markmiðum sínum um orkuskipti og kolefnishlutleysi og uppfylli þannig alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum.

Árið 2020 lagði HS Orka fram þrjár tillögur að vindorkukostum til rammaáætlunar, áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. HS Orka hefur þegar hafið rannsóknir og samhliða þeim er fylgst náið með framgangi stjórnvalda við mótun tillagna að regluverki fyrir vindorkunýtingu.