
Rafmagn
Kalt vatn
Heitt vatn
Gufa
CO2
Stækkun Svartsengisvirkjunar
HS Orka hóf framkvæmdir við stækkun og endurbætur á orkuverinu í Svartsengi um mitt ár 2023. Framkvæmdin gengur undir nafninu SVA7 en í henni felst að eldri búnaður er endurnýjaður, ný vél verður sett upp og framleiðslugeta orkuversins aukin um þriðjung.

Rafmagn
Krýsuvík
Hugmyndir um jarðhitanýtingu í Krýsuvík eiga sér langa sögu en Hafnarfjarðarbær og HS Orka hafa undirritað samkomulag um rannsóknir og nýtingu auðlindaréttinda í Krýsuvík til vinnslu á heitu vatni, ferksvatni og til raforkuframleiðslu. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi á heitu vatni í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að mæta vaxandi raforkuþörf í landinu.

Rafmagn
Hvalárvirkjun og önnur verkefni VesturVerks
Markmiðið virkjunarinnar er að stuðla að auknu raforkuöryggi á Vestfjörðum þar sem nýr afhendingarstaður raforku er fyrirhugaður í Ísafjarðardjúpi.

Rafmagn
Vindorka
Árið 2020 lagði HS Orka fram þrjár tillögur að vindorkukostum til rammaáætlunar, áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.