Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

  • 130

    MWe

    Uppsett afl

  • 720

    GWh

    Ársframleiðsla

  • 28

    Fjöldi háhitahola

  • 55

    km

    Lengd háhitahola

Reykjanesvirkjun

Raforkuframleiðsla í Reykjanesvirkjun hófst í maímánuði árið 2006. Vél 1 var tekin í notkun um miðjan maí og vél 2 í lok sama mánaðar. Hönnun orkuversins er með þeim hætti að því er almennt stjórnað með fjargæslu frá stjórnstöð í Svartsengi. 

Ólíkt orkuverinu í Svartsengi er Reykjanesvirkjun eingöngu raforkuver sem samanstendur af tveimur 50 MW tvístreymishverflum með sjókældum eimsvölum en slíkt kerfi var nýjung á Íslandi á þeim tíma þegar virkjunin var reist. Hverflarnir nota samtals allt að 4000 lítra á sekúndu í aðskildum dælukerfum sem er álíka magn og meðalrennsli Elliðaánna.  

Kælisjórinn frá Reykjanesvirkjun er fullnýtt auðlind og  skólabókardæmi um það hvernig auðlindastraumar við jarðvarmanýtingu geta stuðlað að hringrásarhagkerfi. Þegar eimsvalarnir hafa verið kældir með sjó rís hitastig kælisjávarins frá 8-10 gráðum upp í 30-33 gráður. Sú afurð nefnist ylsjór og er leidd í nærliggjandi landfiskeldi. Gerir hún fyrirtækjum kleift að rækta hlýsjávartegundir sem að öðrum kosti er ekki hægt að rækta á norðurhveli jarðar.  

Iðnvarmaveita er einnig rekin við Reykjanesvirkjun en varmi frá virkjuninni er leiddur í lokuðu varmaveitukerfi til nærliggjandi fyrirtækja sem nota varmann til þurrkunar á fiskafurðum.  

HS Orka á um 50 hektara af iðnaðarlóðum við Reykjanesvirkjun. Þær hafa verið deiliskipulagðar og eru til reiðu fyrir uppbyggingu ýmiskonar iðnaðar sem fallið gæti að starfsemi Auðlindagarðs HS Orku.