Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

  • 9,8

    MW

    Uppsett afl

  • 82

    GWh

    Ársframleiðsla

Hsorka Fjardara 0151 (1)

HS Orka á og rekur tvær vatnsaflsvirkjanir í Fjarðará á Seyðisfirði og er uppsett afl þeirra samtals 9,8 MW.

Fjarðarárvirkjanir voru gangsettar árið 2009. Virkjanirnar eru tvær, Bjólfsvirkjun og Gúlsvirkjun. HS Orka keypti virkjanirnar í ágúst 2023, en áður sá HS Orka um að stýra raforkuframleiðslu þeirra og keyptu af þeim alla raforku allt frá gangsetningu þeirra. 

Góð miðlunarlón eru í Heiðarvatni og Þverárlóni á Fjarðarheiði og miðlun úr þeim gerir HS Orku kleift að nýta framleiðslu virkjananna til að mæta álagstoppum almennra notenda að vetrarlagi. Framleiðsla virkjananna er fyrst og fremst hugsuð sem liður í orkusölu til almennra notenda. Uppsett afl Fjarðarárvirkjana í Seyðisfirði er samtals 9.8 MW.