Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Vel sótt afmælismálþing

Á annað hundrað manns sátu málþingið Horft til framtíðar með HS Orku, sem haldið var á Sjálandi í Garðabæ síðastliðinn föstudag.

20250321 OA 8085 (1)
Gunnar Örn Árnason.

Málþingið var lokahnykkurinn í þeirri vegferð að minnast þess að rétt um fimmtíu ár eru liðin frá stofnun Hitaveitu Suðurnesja, forvera HS Orku.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri, opnaði málþingið en í kjölfarið fylgdu sex erindi úr ólíkum áttum. Í erindum Yngva Guðmundssonar, yfirverkfræðings HS Orku, og Þorleiks Jóhannessonar, vélaverkfræðings hjá Verkís, var litið yfir farinn veg síðustu hálfu öldina og ljósi varpað á ýmsar af þeim tækninýjungum og lausnum sem litið hafa dagsins ljós innan fyrirtækisins á þeim tíma.

Í erindum Lilju Magnúsdóttur, deildarstjóra auðlindastýringar HS Orku og Völu Hlöðversdóttur, dósents við verkfræðideild Háskólann í Reykjavík, var sjónum meira beint að jarðvísindunum sem búa að baki nýtingu jarðvarmans og tækifærunum sem leynast þar til framtíðar.

Þeir Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar og framfara og Auðlindagarðsins, og Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri fiskeldis Samherja, fjölluðu um þá miklu uppbyggingu sem þegar hefur átt sér stað í Auðlindagarði HS Orku og spennandi verkefni sem eru þar í farvatninu. Einnig snerti Jón á ýmsum þáttum sem lúta að sjálfbærni, samfélagsábyrgð og eignarhaldi í orkugeiranum.

Að erindunum loknum stýrði Gestur Pétursson, forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, áhugaverðu pallborði þar sem þátttakendur voru Tómas Már, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, Grímur Sæmundsen, stofnandi og forstjóri Bláa lónsins og Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og fyrrverandi stjórnarmaður í HS Orku. Pallborðsgestirnir fengu það verkefni að setja upp framtíðargleraugun og rýna með þeim hálfa öld fram í tímann til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir íslenska orkugeirann.

Að málþingi loknu þáðu gestir afmælisveitingar og var ekki annað að heyra en bæði erindin og pallborðsumræðurnar hefðu mælst vel fyrir hjá viðstöddum.
Við þökkum öllum þeim fyrir komuna sem lögðu leið sína á Sjáland á föstudag og glöddust með okkur af þessu tilefni.

Img 2385 (1)
20250321 Oa 8231 (1)
20250321 Oa 8151 (1)
20250321 Oa 8109 (1)
20250321 75A3203 (1)
20250321 75A3209 (1)
20250321 Oa 7994 (1)