Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, ávörpuðu gesti og Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs HS Orku og staðgengill forstjóra, stiklaði á stóru í sögu fyrirtækisins. Einnig færði Björk þremur fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins, þeim Alberti Albertssyni, Geir Þórólfssyni og Víði Sveins Jónssyni, örlítinn þakklætisvott en þremenningarnir voru ómetanlegir við handritsgerðina og myndaöflunina sem liggur til grundvallar sýningunni. Einnig lögðu HS Veitur og Víkurfréttir til mikilvægt myndefni ásamt því að efni var m.a. sótt í Ljósmyndasafn Íslands og hirslur RÚV.
Sýningin, sem hönnuð var í einstaklega góðu samstarfi við íslenska hönnunarfyrirtækið Gagarín, er framlag HS Orku til dagskrár hátíðarinnar Ljósanætur í Reykjanesbæ en síðan er áætlað að hún standi áfram út septembermánuð.
Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá opnuninni í gær en þar urðu ýmsir fagnaðarfundir þegar gamlir vinnufélagar hittust á nýjan leik.