Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Umhverfisráðherra Japans í heimsókn

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, kynnti fjölbreytt verkefni fyrirtækisins og ræddu þeir ráðherrann um áskoranir og tækifæri sem blasa við á sviði nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa.

Be486d1d5988b07cee23f455224ff0f4abc59d33
Mynd: f.v. framkvæmdastjórarnir Björk Þórarinsdóttir og Jón Ásgeirsson, Ryotaro Suzuki sendiherra Japans, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri, Akihiro Nishimura, umhverfisráðherra Japans og Páll Kristinsson, rekstrarstjóri virkjana HS Orku

Akihiro Nishimura, umhverfisráðherra Japans, heimsótti höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi síðdegis á þriðjudag og kynnti sér starfsemi fyrirtækisins. Með í för voru einnig Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi, ásamt embættismönnum japanska umhverfisráðuneytisins.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, kynnti fjölbreytt verkefni fyrirtækisins og ræddu þeir ráðherrann um áskoranir og tækifæri sem blasa við á sviði nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa. Að fundi loknum skoðaði hópurinn orkuverið í Svartsengi og kynnti sér framkvæmdir sem hafnar eru við stækkun orkuversins.

Framkvæmdirnar miða að því auka afkastagetu og bæta nýtingu auðlindarinnar í Svartsengi. Túrbínur og ýmiss tækjabúnaður sem fyrir er í orkuverinu kemur meðal annars frá japanska fyrirtækinu Fuji og á það sama við um tækjabúnaðinn sem settur verður upp á næstunni.

Japanir sýna jarðhitanýtingu Íslendinga mikinn áhuga enda eiga löndin tvö það sameiginlegt að geta nýtt jarðhita til orkuvinnslu og hafa leiðtogar þjóðanna rætt um aukið samstarf þeirra á sviði nýtingar á hreinni orku.

Ráðherrann fór af landi brott í morgun en auk heimsóknarinnar til HS Orku fundaði hann með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og skoðaði Gullfoss, Geysi og Þingvelli.

Nishimura tók við embætti umhverfisráðherra í fyrra en hann var fyrst kjörinn á þing árið 2003 og hefur því setið á japanska þinginu í tvo áratugi.