Þetta er níunda eldgosið á Reykjanesskaga á ríflega þremur árum, en sjötta á Sundhnúksgígaröðinni, en fyrst gaus við Fagradalsfjall í mars 2021. Svartsengi er mannlaust.
Virðist nú gjósa á lengri sprungu en í fyrri eldsumbrotum þótt atburðurinn sé í byrjun um margt svipaður síðustu tveimur gosum og hraunrennsli þunnfljótandi. Rekstur orkuversins í Svartsengi er eðlilegur en neyðarstjórn HS Orku stendur vaktina, fylgst er grannt með hraunrennsli og gerðar verða viðeigandi ráðstafanir eftir því sem gosinu vindur fram. Raffæðing vatnsdælustöðva við Lága og Fitja var færð frá Svartsengi til HS Veitna í varúðarskyni fljótlega eftir að eldgosið hófst.