Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Sjálfbærniskýrsla HS Orku 2023

Sjálfbærniskýrsla HS Orku fyrir árið 2023 hefur nú litið dagsins ljós en þetta er í þriðja sinn sem fyrirtækið gefur út slíka skýrslu. Unnið er eftir hugmyndafræði um stöðugar framfarir en skýrslan dregur upp ítarlega mynd af allri starfsemi fyrirtækisins.

Scover

Út er komin sjálfbærniskýrsla HS Orku fyrir árið 2023. Í skýrslunni er að finna greinargott yfirlit yfir starfsemina þar sem ljósi er varpað á fjölbreytt verkefni fyrirtækisins og áhrif þess á umhverfi, samfélag og efnahag. Skýrslan er unnin í samræmi við alþjóðlega staðla og stigið er stórt skref varðandi staðfestingu ytri aðila (KPMG ehf.) á efni skýrslunnar.  

Að gefnu tilefni er í skýrslunni sérstakt yfirlit yfir viðbragð og varnir HS Orku vegna aðsteðjandi náttúruvár og farið yfir samstarf við hag- og viðbragsaðila í þeim efnum. Jafnframt er ljósi varpað á verkefni á sviði auðlindastýringar, öryggis- og mannauðsmála, og grein gerð fyrir stöðu fyrirtækisins gagnvart flokkunarreglugerð Evrópusambandsins, svo eitthvað sé nefnt.