Opið verður fyrir umsóknir frá 1.-30. apríl 2025 og tilkynnt um styrki í síðari hluta maímánaðar. Við val á verkefnum er meðal annars litið til þeirra heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun sem HS Orka hefur innleitt.
Sérstök áhersla er lögð á að styðja við verkefni í nágrannabyggðum starfsstöðva fyrirtækisins. Á upplýsingasíðu sjóðsins má kynna sér úthlutunarviðmiðin og senda inn umsókn rafrænt: Samfélagssjóður HS Orku.