Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Opið fyrir umsóknir í Samfélagssjóð HS Orku

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Samfélagssjóð HS Orku og stefnt er að úthlutun úr sjóðnum um miðjan nóvember næstkomandi. Opið verður fyrir umsóknir á vefsíðu HS Orku til og með 31. október.

Dji 0154 (1)

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Samfélagssjóð HS Orku og stefnt er að úthlutun úr sjóðnum um miðjan nóvember næstkomandi. Opið verður fyrir umsóknir á vefsíðu HS Orku til og með 31. október.

Styrkir eru veittir úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og að hausti, en sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við samfélagslega jákvæð verkefni einstaklinga eða hópa, einkum í nærumhverfi starfsstöðva HS Orku. Í vorúthlutun sjóðsins var styrkjum veitt til fimmtán verkefna og hlutu allar björgunarsveitir á Suðurnesjum sérstakan styrk úr sjóðnum.

Á vefsíðu Samfélagssjóðs HS Orku má finna upplýsingar um úthlutunarviðmið og þar má sækja um styrki með rafrænum hætti, sjá hér.