Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Læra um jarðhitanýtingu á Reykjanesi

Í heimsókninni til HS Orku skoðaði hópurinn bæði Reykjanesvirkjun og orkuverið í Svartsengi og sat auk þess fyrirlestur af hálfu auðlindasviðs fyrirtækisins um helstu verkefni HS Orku,

C2d2a6c7a867f1f7cb311cc3d6b4034e8169e27e

Nemendur úr Jarðhitaskóla UNESCO heimsóttu HS Orku í byrjun vikunnar og kynntu sér starfsemi fyrirtæksins. Skólinn er rekinn sem hluti af þróunaraðstoð Íslands og miðar að því að byggja upp þekkingu á þróun og nýtingu jarðhita í þróunarlöndum. Nemendur skólans eru í raun jarðhitasérfræðingar hver í sínu landi og er náminu á Íslandi ætlað að búa þá betur undir uppbyggingu jarðhitanýtingar í heimalöndunum.

Námið stendur yfir í sex mánuði, frá júní til desember, og hefur skólinn verið starfræktur hér á landi allt frá árinu 1979. Alls hafa 766 nemar útskrifast úr skólanum frá samtals 65 þjóðlöndum. Hópurinn sem nú dvelur á landinu telur 22 nemendur frá 12 löndum en þau eru: Kenýa, Indónesía, Bolivía, Tansanía, Mongólía, El Salvador, Indland, Dóminíka, Kína, Úganda, Kazakstan og Salómonseyjar.

Í heimsókninni til HS Orku skoðaði hópurinn bæði Reykjanesvirkjun og orkuverið í Svartsengi og sat auk þess fyrirlestur af hálfu auðlindasviðs fyrirtækisins um helstu verkefni HS Orku, Auðlindagarðinn og hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Skólinn hefur oftsinnis heimsótt fyrirtækið en ferðin um Reykjanes er árlegur liður í náminu þar sem m.a. er lögð áhersla á ýmsa hliðarnýtingu jarðhita. Heimsóknin gekk í alla staði vel en Reykjanesferðinni lauk síðan í Bláa Lóninu.

Gestkvæmt hefur verið í í höfuðstöðvum HS Orku að undanförnu en vel á þriðja hundrað gestir, innlendir sem erlendir, hafa lagt leið sína í Svartsengi síðustu vikur til að kynna sér starfsemina. Þar má telja sendinefndir erlendra ríkja, þingmenn, háskólanema víða að, evrópska veðurstofustjóra og blaðamenn.