Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

HS Orka hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

HS Orka hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023, sem afhent er þeim fyrirtækjum sem náð hafa að jafna hlutfall kynjanna í efsta lagi stjórnunar.

Jvog

HS Orka hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023, sem afhent er þeim fyrirtækjum sem náð hafa að jafna hlutfall kynjanna í efsta lagi stjórnunar. Þetta er annað árið í röð sem HS Orka er handhafi Jafnvægisvogarinnar en hlutfall kynja í stjórn fyrirtækisins er hnífjafnt og í framkvæmdastjórn er það 43% konur og 57% karlar. Alls hlutu 56 fyrirtæki, 11 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar viðurkenninguna í gær. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að kynjahlutafall í efstu stjórnendalögum sé að minnsta kosti 40/60. Þátttakendur í verkefninu eru 239 og þeim fjölgar jafnt og þétt.


Það var Eliza Reid, forsetafrú, sem afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar, Við töpum öll á einsleitninni - Jafnrétti er ákvörðun, sem fram fór í húsnæði RÚV í Efstaleiti og var send út í beinu streymi. Aðstandendur Jafnvægisvogarinnar eru Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) sem vinna það í samvinnu við forsætisráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá