Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

HS Orka hlýtur Jafnvægisvogina í þriðja sinn

HS Orka hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024, sem afhent er þeim fyrirtækjum sem náð hafa að jafna hlutfall kynjanna í stjórnum sínum. Þetta er þriðja árið í röð sem HS Orka hlýtur viðurkenninguna en hlutfall kynja í stjórn fyrirtækisins er hnífjafnt.

Jafnvaegisvogin 2024 Fka Silla Pa Ls Mirror Rose 002

HS Orka hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024, sem afhent er þeim fyrirtækjum sem náð hafa að jafna hlutfall kynjanna í stjórnum sínum. Þetta er þriðja árið í röð sem HS Orka hlýtur viðurkenninguna en hlutfall kynja í stjórn fyrirtækisins er hnífjafnt. Í framkvæmdastjórn er hlutfallið einnig nokkuð jafnt, 43% konur og 57% karlar.

Alls hlutu 130 aðilar viðurkenninguna í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Það er Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) sem stendur að baki Jafnvægisvoginni, sem er hreyfiaflsverkefni sem heldur úti mælaborði þar sem haldið er utan um tölfræðilegar upplýsingar um jafnrétti. Auk FKA standa að verkefninu félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.