Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Er jarðvarmi blessun eða bölvun fyrir orkuskiptin?

Heitt vatn og raforka frá jarðvarmavirkjunum teljast endurnýjanleg og umhverfisvæn í samanburði við flesta aðra orkukosti. Rafeldsneyti (RFNBO) sem framleitt er með koltvísýringi úr þessum sömu jarðvarmavirkjunum fæst hins vegar ekki skilgreint sem endurnýjanlegt eldsneyti sem stendur. Með því gætu Íslendingar verið að missa ákveðið samkeppnisforskot við framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti.

8Pccfn9i

Til að varpa frekara ljósi á þessa stöðu stendur HS Orka fyrir morgunverðarfundi á Reykjavík Natura þriðjudaginn 13. maí næstkomandi þar sem til stendur að ræða ýmsar hindranir á vegi orkuskipta og þau mannanna verk, sem geta komið í veg fyrir framleiðslu rafeldsneytis hér á landi.

Erindi flytja: Finnur Sveinsson, deildarstjóri sjálfbærni hjá HS Orku, Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, Guy Bühler, Head of Power Plants and Green Gases, Axpo og Guðmundur Herbert Bjarnason, forstöðumaður á rekstrarsviði Eimskips.

Fundarstjóri er Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, yfirmaður rekstrar hjá Transition Labs, og fulltrúi í stjórn HS Orku.

Hér má bæði nálgast dagskrá fundarins og skrá sig.

Léttur morgunverður er í boði frá 8:30 fyrir árisula gesti en fundurinn stendur til 10:30.