Til að varpa frekara ljósi á þessa stöðu stendur HS Orka fyrir morgunverðarfundi á Reykjavík Natura þriðjudaginn 13. maí næstkomandi þar sem til stendur að ræða ýmsar hindranir á vegi orkuskipta og þau mannanna verk, sem geta komið í veg fyrir framleiðslu rafeldsneytis hér á landi.
Erindi flytja: Finnur Sveinsson, deildarstjóri sjálfbærni hjá HS Orku, Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, Guy Bühler, Head of Power Plants and Green Gases, Axpo og Guðmundur Herbert Bjarnason, forstöðumaður á rekstrarsviði Eimskips.
Fundarstjóri er Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, yfirmaður rekstrar hjá Transition Labs, og fulltrúi í stjórn HS Orku.
Hér má bæði nálgast dagskrá fundarins og skrá sig.
Léttur morgunverður er í boði frá 8:30 fyrir árisula gesti en fundurinn stendur til 10:30.