
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir tók sæti í stjórn félagsins í apríl 2023. Margrét er með B.Sc. í iðnaðarverkfræði og M.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands, auk M.Sc. í endurnýjanlegum orkukerfum og orkustefnum frá School of Renewable Energy Science. Margrét er rekstrarstjóri Transition Labs, sem leitar uppi framúrskarandi erlend loftslagsverkefni og aðstoðar við að koma þeim á legg hér á landi. Áður var Margrét fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures og aðstoðarforstjóri Carbon Recycling International ásamt því að veita rágjöf í viðskiptaþróun og endurskipulagningu fyrirtækja hjá Landsbankanum. Margrét hefur setið í ýmsum stjórnum, jafnt í einkageiranum sem hjá hinu opinbera.