
Petra Lind Einarsdóttir
Petra Lind er iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands og stjórnunarmarkþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún er mannauðsstjóri HS Orku og á að baki einn lengsta starfsaldurinn innan fyrirtækisins þar sem hún gekk til liðs við Hitaveitu Suðurnesja í janúar 1997 sem starfsmanna- og gæðastjóri. Petra hefur fylgt starfseminni í gegnum miklar breytingar, fyrst við sameiningu veitufyrirtækja á árunum 2001-2005 og síðar við uppskiptingu Hitaveitu Suðurnesja 2008. Hún er virk í félagsstörfum og hefur m.a. starfað í kvennaráði Knattspyrnudeildar Keflavíkur um langt árabil og situr nú í stjórn félagsins.