
HS Orka er öruggur og heilnæmur vinnustaður þar sem starfsmenn snúa heilir heim.
Markvisst er unnið að því að útrýma sóun í allri virðiskeðjunni, frá aðföngum og nýframkvæmdum til daglegs rekstrar og meðhöndlunar úrgangs.


Markmið HS Orku eru að losunarkræfni verði undir 26 g CO2/kWst árið 2030 og að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust árið 2040.
Möguleikar eru kannaðir á sviðum hagnýtingar (CCU) og förgunar (CCS) og aukin áhersla lögð á aðgerðir sem snúa að virðiskeðjunni.


HS Orku mætir eftirspurn eftir endurnýjanlegri raforku og tekur virkan þátt í orkuskiptum.
Áhersla er lögð á vandaða og upplýsta nýtingu auðlinda með sjálfbærni að leiðarljósi.


Með markvissri uppbyggingu og nýsköpun byggir HS Orka upp öfluga og viðnámsþolna innviði.
Unnið er að áframhaldandi þróun innviða sem tengjast bæði orkutækni og hringrásarhagkerfi.


HS Orka rekur markvissa jafnréttisstefnu, er með jafnlaunavottun og styður við verkefni sem snúa að jafnrétti og fjölbreytni, m.a. sem bakhjarl UN Women á Íslandi.
Tilefni er til að halda áfram að efla þátt kvenna í orkugeiranum, ekki síst þegar kemur að framleiðslustörfum og framkvæmdum.


HS Orka stundar rannsóknir til að skilja áhrif fyrirtækisins á vistkerfi og gripið er til nauðsynlegra mótvægisaðgerða þegar tilefni er til.
Fyrirtækið viðheldur virku eftirliti og mælingum á umhverfisþáttum í nágrenni starfstöðva og einnig í undirbúningi nýrra verkefna.
