Rannsóknarsjóður
Rannsóknarsjóður HS Orku veitir styrki til rannsóknarverkefna sem hafa skírskotun til starfsemi fyrirtækisins og/eða til sjálfbærniáherslna HS Orku. Markmið sjóðsins er að auka þekkingargrunn fyrirtækisins og stuðla að framförum og nýsköpun í starfseminni. Opið er fyrir umsóknir 15. janúar til 15. febrúar 2025 og fara úthlutanir fram í mars.